Í flokk eða ekki

flokksræði - Gerræði

Flokkur eða ekki flokkur það er spurningin.
Samkvæmt núverandi kosningarkerfi verða menn (og konur) að vera í flokk til að bjóða sig fram til Alþingis eða bæjarstjórnar. Verða að hafa e.h. stefnuskrá sem flokkurinn sem heild samþykkir.

þess vegna finnst mér svolítið asnalegt, nei fáránlegt að Ólafur F sem gerðist liðhlaupi úr röðum Sjálfstæðisflokksins skuli nú hlaupa til baka og ná að semja við þá.
Maður ætti reyndar að hrósa honum( ólafi ) fyrir, maður sem er búinn að svíkja sína menn geti seinna samið um samstarf við þa finnst mér æðislegt.
Eða er þetta plott hjá Sjálfstæðisflokknum til að ná aftur völdum.

HMM get ég kanski safnað svona 10.000 atkvæðum og labbað inn í Ráðhús Reykjavíkur og hennt út sitjandi stjórn. Hvað þá með landspólitíkina HMM.

Miðað við atburði seinustu 103 daga er mín hugleiðing kanski ekki fjarlægur draumur heldur bara raunveruleiki Reykjavíkur í dag.
Hvernig stendur á því að maður (Ólafur F) geti farið úr flokki þar sem hann er sitjandi þingmaður í stjórn og tekið með sér sætið sem var eign flokksins.

 

 

 

 


Kosningar

Kosningar til hvers !!!

Almenningur eyðir fullt af tíma í að tilkynna yfirvöldum skoðun sína í stjórnmálum og ferðast stundum um langan veg til þess.
Og hvað gerist, jú flokkur A vinnur kosningarnar með 25-30% atkvæða og á þá að stjórna landinu eða borginni.

Mér finnst ekkert að því að flokkur A stjórni án hreins meirihluta, en ef flokkur A þorir ekki að stjórna þannig þá verður hann að skapa, með samningum meirihlutastjórn og taka með sér í stjórn annan flokk t.d. B sem fékk 20-25% atkvæða.

Núna kemur að hlutanum sem mér finnst alveg óskiljanlegur, eða heldur fáranlega heimskur, ef flokkur A nær ekki að mynda stjórn á 2 vikum (landspólitík) þá fær næsti flokkur með næstmest af atkvæðum, í þessu tilfelli flokkur B völd til að reyna að mynda stjórn og getur sniðgengið flokkinn sem vann kosningarnar!!!!!!!

Mér er spurn, hverskonar bananalýðveldi búum við í þegar óskir okkar kjósenda er sniðgengin svona hrikalega.

Ég get ekki séð að þetta sé lýðræði.....
Ér ekki betra að spara peningana sem fara í kosningarnar og láta stjórnmálamenn bara slást um réttinn til að mynda stjórn og selja inn á slaginn.

Mér finnst að ef flokkur A getur ekki myndað meirihlutasamstarf verður hann bara að stjórna einn sem minnihluta stjórn.

Þannig er  landsmönnum sýndur mestur heiður og við förum að vanda valið.

Ég byð um að við kjósendur fáum heiður okkar aftur!!!!!


Dagur hundadagakonungur

En sú vitleysa

Er það forsvaranlegt að minnihluta hópur lýðkosinnar stjórnar geti stolið völdum í borg eins og Reykjavík stjórna í 100  daga og verða svo steypt svo aftur af stóli af meirihlutanum.

Þetta lyktar allt af sjóræningjamennsku eða valdaráni. Í siðmenntuðum löndum væri valdaræningjum stungið í steininn, en ekki á Íslandi.
Þetta land er algert bananalýðveldi þar sem ekki þarf kosningar, til hvers að kjósa ef hægt er að hundsa það sem lýðurinn vill og mynda bara stjórn með hverjum sem er burt séð frá hvað meirihluti landsmanna,( í þessu tilfelli borgarbúa) , vill hafa í stjórn.

Mér finnst þeir sem vinna kosningar eigi að stjórna og ekkert múður.
Ef þeir sem vinna kosningar treysta sér ekki til að stjórna þá meiga þeir bara hætta sem stjórnmálamenn(konur) og fara að moka skurði eða grafa göng.

Dagur hundadagakonungur stattu við þínar gjörðir og byrjaðu að grafa!!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband