Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

flugvallamál

Breyting breytinganna vegna.


að vera eða vera ekki flugvöllur í Vatnsmýrinni

Höfum við efni á að byggja nýjan flugvöll í Reykjavík.
Ég held ekki, og hver segir að ekki sé hægt að nota aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli þá nánar varnarsvæðið.
Mér finnst ekki hægt að ætla að færa flugvöllinn í Reykjavík.
Leggjum hann niður og færum alla flugumferð til Keflavíkur.
 Nú ef ekki látið þá flugvöllinn vera.


Mín skoðun !!

Já eins og ég sagði í seinasta bloggi kosningar.

Mér finnst kosningar varla skipta máli lengur það er alveg sama hvað ég kýs. Segjum svo að ég kjósi flokk A vegna þess að mér lýst vel á fólkið í flokknum.
Segjum að minn flokkur vinni kosningarnar en er ekki með hreinann meirihluta, þarf hann þá að taka með sér í stjórn annann flokk til að mynda meirihlutastjórn, og í prosessinum þarf flokkurinn minn að stokka upp fólkinu sem ég var að kjósa??  halló hvað er að, það sem ég kaus er ekki lengur til og eitthvað skripildi komið í staðinn.

Önnur vitleysan er sú að flokkurinn minn hefur 2 vikur til að mynda stjórn, ef það tekst ekki þá fær flokkur B vald til að mynda stjórn og lýðræðið er fótum troðið.

Ég er með tillögu, hættum að kjósa um flokka og kjósum í staðin fólk á þing burtséð hvaða flokk þau eru í. Það mundi verða til þess að stjórnmálamenn þyrftu að efna loforð sín sem þeir gefa fyrir kosningar annars fá þeir ekki annað kjörtímabil.

Ég er ekki að segja að flokkar verði ekki leifðir, heldur að kosningar verði einstaklingskosningar.
Flokkar geti ennþá boðið fram lista en kjósendur hafi völina.
Útkoma kosninganna yrði þannig að einstaklingar burtséð frá hvaða flokk þau tilheyra eru í stjórn raðað niður eftir hlutfalli atkvæða.
Þannig verður stjórn landsins eins og almenningur vill.


Ísland best í heimi??

Eða hvað?

Ég heyri alltaf hvað ég sé heppinn að hafa fæðst á Íslandi, hér sé lítið um glæpi, allir hafi í sig og á, en aldrei heyri ég fólk tala um ánægju með verðlagið, veðrið ja stundum og stjórnmál svo eitthvað sé nefnt.

Heppinn af því að það eru ekki nema 10 morð á ári, 3-4 nauðganir á viku, ótalin barnaníð á ári og handrukkanir, fólk lamið í miðbæ Reykjavíkur já og í Keflavík.

Með öllu þessu er maður svo líka látinn borga svimháa skatta sem ættu að fara í löggæslu t.d.
Á öðrum norðurlöndum er skattþrepakerfi, stighækkandi miðað við tekjur einstaklings.
Hér er fólki refsað fyrir að hafa ekki miklar tekjur, litla menntun eða fæddust í ranga fjölskildu.

Hei hvað með heilbrigðiskerfið !!!

Já einmitt lyf 4x dýrara en sömu lyf í Danmörku og lyfin framleidd á Íslandi !!
Ég átti heima í Finnlandi í 6 ár og þar var frítt að fara til tannlæknis til 40 ára aldurs, á heilsugæslustöðunum. Koma á bráðavaktina 500 kr skiptið eða árgjald 1000 kr.
Hér kostar 2500 - 4000 kr skiptið.
Að við þurfum að væla út 3 - 6 % kauphækkun á 3 ára tímabili þegar stjórnmálamenn okkar gefa sér 30% strax og við erum búin að kjósa þá í embætti.

Já Ísland er stórkostulegt, kostulegt, við erum eins og sauðir trúum alltaf stjórnmálamönnunum okkar.

Þeir geta lofað og lofað en þurfa ekki að standa við neitt sem þeir segja því þeir geta sagt eftir kosningar að það passi ekki eða sé ekki stefna flokksins, eða samstarfsins við aðra flokka.

þetta flokksræði er alveg að fara með mig.

Af hverju getum við ekki bara kosið einstaklinga á þing, ábyrga gjörða sinna. Ekki fólk sem segir að flokkurinn ráði.

en ég ætla að blogga um það seinna. 

 Gefið mér heilbrigðiskerfi sem er ekki svona dýrt, eða stjórnmálamanna kauphækkun.


jamm

önnur síða


Fer Dagur dagavillt ???

Margt skrítið í Dags(kýr)hausnum.

Jæja nú blöskrar mér, Dagur sagði upphátt það sem ég hef verði að tala um.
Það er hann kom fram í sjónvarpi í kvöld 24.01.2008 og lýsti yfir að ef hann væri enn við völd myndi hann boða til kosninga!!!!

Halló hvað hef ég verið að segja.

Auðvitað á að boða til kosninga og átti að gera það strax fyrir 104 dögum síðan, eða þegar Dagur sjálfur tók við. Að tala nú um kosningar nú er eins og að hann sé að setja á sig bleyju eftir að hann sé búinn að kúka í buxurnar.

En þetta snýst ekkert um kosningar heldur völd og peninga ( að mínu mati).
Hvernig stendut til dæmis á því að Ólafur fær að vera borgarstjóri  núna í nokkra mánuði og svo þegar Vilhjálmur hættir að fá biðlaunin sín þá tekur hann við sem borgarstjóri og Ólafur fer á biðlaun ( starfslokalaun ).

Er borgarstjóraembættið svo lítið eða auðvelt starf að það sé hægt að skipta út stjóranum eins ört og nærfötum.
Þarf borgarstjórinn ekki tíma til að aðlaðast í starfi?
 Ef þetta væri fyrirtæki mundi svona vitleysa sundra því og tæki mörg ár að leiðrétta þetta allt saman.

Hvað með þennan skrípaleik með borgarstjóraskiptin Ólafur/Vilhjálmur. Sjá ekki allir að þarna er bara verið að leika sér með peninga borgarinnar.

Það lýtur út fyrir að valdarán sé orðið löglegt á íslandi.


 


síða

 bara síða


Í flokk eða ekki

flokksræði - Gerræði

Flokkur eða ekki flokkur það er spurningin.
Samkvæmt núverandi kosningarkerfi verða menn (og konur) að vera í flokk til að bjóða sig fram til Alþingis eða bæjarstjórnar. Verða að hafa e.h. stefnuskrá sem flokkurinn sem heild samþykkir.

þess vegna finnst mér svolítið asnalegt, nei fáránlegt að Ólafur F sem gerðist liðhlaupi úr röðum Sjálfstæðisflokksins skuli nú hlaupa til baka og ná að semja við þá.
Maður ætti reyndar að hrósa honum( ólafi ) fyrir, maður sem er búinn að svíkja sína menn geti seinna samið um samstarf við þa finnst mér æðislegt.
Eða er þetta plott hjá Sjálfstæðisflokknum til að ná aftur völdum.

HMM get ég kanski safnað svona 10.000 atkvæðum og labbað inn í Ráðhús Reykjavíkur og hennt út sitjandi stjórn. Hvað þá með landspólitíkina HMM.

Miðað við atburði seinustu 103 daga er mín hugleiðing kanski ekki fjarlægur draumur heldur bara raunveruleiki Reykjavíkur í dag.
Hvernig stendur á því að maður (Ólafur F) geti farið úr flokki þar sem hann er sitjandi þingmaður í stjórn og tekið með sér sætið sem var eign flokksins.

 

 

 

 


Kosningar

Kosningar til hvers !!!

Almenningur eyðir fullt af tíma í að tilkynna yfirvöldum skoðun sína í stjórnmálum og ferðast stundum um langan veg til þess.
Og hvað gerist, jú flokkur A vinnur kosningarnar með 25-30% atkvæða og á þá að stjórna landinu eða borginni.

Mér finnst ekkert að því að flokkur A stjórni án hreins meirihluta, en ef flokkur A þorir ekki að stjórna þannig þá verður hann að skapa, með samningum meirihlutastjórn og taka með sér í stjórn annan flokk t.d. B sem fékk 20-25% atkvæða.

Núna kemur að hlutanum sem mér finnst alveg óskiljanlegur, eða heldur fáranlega heimskur, ef flokkur A nær ekki að mynda stjórn á 2 vikum (landspólitík) þá fær næsti flokkur með næstmest af atkvæðum, í þessu tilfelli flokkur B völd til að reyna að mynda stjórn og getur sniðgengið flokkinn sem vann kosningarnar!!!!!!!

Mér er spurn, hverskonar bananalýðveldi búum við í þegar óskir okkar kjósenda er sniðgengin svona hrikalega.

Ég get ekki séð að þetta sé lýðræði.....
Ér ekki betra að spara peningana sem fara í kosningarnar og láta stjórnmálamenn bara slást um réttinn til að mynda stjórn og selja inn á slaginn.

Mér finnst að ef flokkur A getur ekki myndað meirihlutasamstarf verður hann bara að stjórna einn sem minnihluta stjórn.

Þannig er  landsmönnum sýndur mestur heiður og við förum að vanda valið.

Ég byð um að við kjósendur fáum heiður okkar aftur!!!!!


Dagur hundadagakonungur

En sú vitleysa

Er það forsvaranlegt að minnihluta hópur lýðkosinnar stjórnar geti stolið völdum í borg eins og Reykjavík stjórna í 100  daga og verða svo steypt svo aftur af stóli af meirihlutanum.

Þetta lyktar allt af sjóræningjamennsku eða valdaráni. Í siðmenntuðum löndum væri valdaræningjum stungið í steininn, en ekki á Íslandi.
Þetta land er algert bananalýðveldi þar sem ekki þarf kosningar, til hvers að kjósa ef hægt er að hundsa það sem lýðurinn vill og mynda bara stjórn með hverjum sem er burt séð frá hvað meirihluti landsmanna,( í þessu tilfelli borgarbúa) , vill hafa í stjórn.

Mér finnst þeir sem vinna kosningar eigi að stjórna og ekkert múður.
Ef þeir sem vinna kosningar treysta sér ekki til að stjórna þá meiga þeir bara hætta sem stjórnmálamenn(konur) og fara að moka skurði eða grafa göng.

Dagur hundadagakonungur stattu við þínar gjörðir og byrjaðu að grafa!!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband