Mín skoðun !!

Já eins og ég sagði í seinasta bloggi kosningar.

Mér finnst kosningar varla skipta máli lengur það er alveg sama hvað ég kýs. Segjum svo að ég kjósi flokk A vegna þess að mér lýst vel á fólkið í flokknum.
Segjum að minn flokkur vinni kosningarnar en er ekki með hreinann meirihluta, þarf hann þá að taka með sér í stjórn annann flokk til að mynda meirihlutastjórn, og í prosessinum þarf flokkurinn minn að stokka upp fólkinu sem ég var að kjósa??  halló hvað er að, það sem ég kaus er ekki lengur til og eitthvað skripildi komið í staðinn.

Önnur vitleysan er sú að flokkurinn minn hefur 2 vikur til að mynda stjórn, ef það tekst ekki þá fær flokkur B vald til að mynda stjórn og lýðræðið er fótum troðið.

Ég er með tillögu, hættum að kjósa um flokka og kjósum í staðin fólk á þing burtséð hvaða flokk þau eru í. Það mundi verða til þess að stjórnmálamenn þyrftu að efna loforð sín sem þeir gefa fyrir kosningar annars fá þeir ekki annað kjörtímabil.

Ég er ekki að segja að flokkar verði ekki leifðir, heldur að kosningar verði einstaklingskosningar.
Flokkar geti ennþá boðið fram lista en kjósendur hafi völina.
Útkoma kosninganna yrði þannig að einstaklingar burtséð frá hvaða flokk þau tilheyra eru í stjórn raðað niður eftir hlutfalli atkvæða.
Þannig verður stjórn landsins eins og almenningur vill.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já, kjósum fólk ekki flokka, mikið er ég sammála þér.

Lilja (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 12:34

2 identicon

þú ert svo klikkaður, finndu þér eitthvað almennilegt að gera við tímann, kveðja Gummi bró

Gumbo (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband