Ísland best í heimi??
27.1.2008 | 21:54
Eða hvað?
Ég heyri alltaf hvað ég sé heppinn að hafa fæðst á Íslandi, hér sé lítið um glæpi, allir hafi í sig og á, en aldrei heyri ég fólk tala um ánægju með verðlagið, veðrið ja stundum og stjórnmál svo eitthvað sé nefnt.
Heppinn af því að það eru ekki nema 10 morð á ári, 3-4 nauðganir á viku, ótalin barnaníð á ári og handrukkanir, fólk lamið í miðbæ Reykjavíkur já og í Keflavík.
Með öllu þessu er maður svo líka látinn borga svimháa skatta sem ættu að fara í löggæslu t.d.
Á öðrum norðurlöndum er skattþrepakerfi, stighækkandi miðað við tekjur einstaklings.
Hér er fólki refsað fyrir að hafa ekki miklar tekjur, litla menntun eða fæddust í ranga fjölskildu.
Hei hvað með heilbrigðiskerfið !!!
Já einmitt lyf 4x dýrara en sömu lyf í Danmörku og lyfin framleidd á Íslandi !!
Ég átti heima í Finnlandi í 6 ár og þar var frítt að fara til tannlæknis til 40 ára aldurs, á heilsugæslustöðunum. Koma á bráðavaktina 500 kr skiptið eða árgjald 1000 kr.
Hér kostar 2500 - 4000 kr skiptið.
Að við þurfum að væla út 3 - 6 % kauphækkun á 3 ára tímabili þegar stjórnmálamenn okkar gefa sér 30% strax og við erum búin að kjósa þá í embætti.
Já Ísland er stórkostulegt, kostulegt, við erum eins og sauðir trúum alltaf stjórnmálamönnunum okkar.
Þeir geta lofað og lofað en þurfa ekki að standa við neitt sem þeir segja því þeir geta sagt eftir kosningar að það passi ekki eða sé ekki stefna flokksins, eða samstarfsins við aðra flokka.
þetta flokksræði er alveg að fara með mig.
Af hverju getum við ekki bara kosið einstaklinga á þing, ábyrga gjörða sinna. Ekki fólk sem segir að flokkurinn ráði.
en ég ætla að blogga um það seinna.
Gefið mér heilbrigðiskerfi sem er ekki svona dýrt, eða stjórnmálamanna kauphækkun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.