Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

var að lesa sáttmálann

Og er dolfallinn!

er ég að skilja rétt?
Sáttmálinn http://www.island.is/endurreisn/stjornvold/adgerdir-stjornvalda/samantekt-adgerda/stodugleikasattmalinn/ talar fagurlega um allskonar aðstoð til heimila og sérstaklega um þá sem voru að kaupa sína fyrstu eign, en hvað með þá sem áttu sína fyrstu eign og voru að skipta upp í stærri eign og hafa misst allt spariféð sitt. er það fólk ekki í verri stöðu en yngra fólk sem gæti skilað fasteign sinni og byrjað upp á nýtt.

Annað sem ég sá var að vel er talað um styrki til handa Starfsendurhæfingarsjóðs atvinnulífsins , þar er talað í beinum tölum og dagsettningum.

vildi ég sjá það þegar talað er um hjálp til heimilana.


ER ÞAÐ !!!!

Hvað eru þeir að segja.
Hver var vendipunkturinn!
Hvert var innihald samningana!!

Nei bíddu það er ekki búið að semja, af hverju eru þeir (Vilhjálmur og félagar) að tala eins og allt sé orðið gott.
Er það ekki eins og að borða kjötið áður en búið er að veiða dýrið???

Mér finnst eins og allt þetta mál sé tilbúningur af Samtökum Atvinnulífsins og Ríkisstjórnarinnar til að halda okkur " vinnulýðnum " góðum og sýnast vera að gera eitthvað.


mbl.is Staðan hefur lagast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband