Fer Dagur dagavillt ???

Margt skrítið í Dags(kýr)hausnum.

Jæja nú blöskrar mér, Dagur sagði upphátt það sem ég hef verði að tala um.
Það er hann kom fram í sjónvarpi í kvöld 24.01.2008 og lýsti yfir að ef hann væri enn við völd myndi hann boða til kosninga!!!!

Halló hvað hef ég verið að segja.

Auðvitað á að boða til kosninga og átti að gera það strax fyrir 104 dögum síðan, eða þegar Dagur sjálfur tók við. Að tala nú um kosningar nú er eins og að hann sé að setja á sig bleyju eftir að hann sé búinn að kúka í buxurnar.

En þetta snýst ekkert um kosningar heldur völd og peninga ( að mínu mati).
Hvernig stendut til dæmis á því að Ólafur fær að vera borgarstjóri  núna í nokkra mánuði og svo þegar Vilhjálmur hættir að fá biðlaunin sín þá tekur hann við sem borgarstjóri og Ólafur fer á biðlaun ( starfslokalaun ).

Er borgarstjóraembættið svo lítið eða auðvelt starf að það sé hægt að skipta út stjóranum eins ört og nærfötum.
Þarf borgarstjórinn ekki tíma til að aðlaðast í starfi?
 Ef þetta væri fyrirtæki mundi svona vitleysa sundra því og tæki mörg ár að leiðrétta þetta allt saman.

Hvað með þennan skrípaleik með borgarstjóraskiptin Ólafur/Vilhjálmur. Sjá ekki allir að þarna er bara verið að leika sér með peninga borgarinnar.

Það lýtur út fyrir að valdarán sé orðið löglegt á íslandi.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dagur er fínn kall, hefði mátt vera borgarstjóri miklu lengur. Villi er rugludallur og með endarlaus leyndarmál  og lygar sem er óheppilegt fyrir hann því hann kann ekki að ljúga sömu lyginni tvisvar því hann man ekki hvað hann laug  síðast og ekki er Ólafur greyið neitt skárri.

En það er að mínu mati bara fyrst núna forsenda fyrir því að vera með nýjar kosningar. Seinast þá var bara nauðsynlegt að koma stjórinni frá völdum.

Lilja (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband