kæru landsmenn

Einfaldlega afskráið ykkur á www.creditinfo.is og skuldastaða ykkar verður ekki birt. til að birta skuldastoðu ykkar þarf creditinfo/ lánsrraust að hafa samþykki frá ykkur og það er einfalt að taka það samþykki til baka, kostar bara 5 mínútur á internetinu.

 

ef þú ert ekki klár í þessu hringdu í mig og ég skal hjálpa þér.

Gulli  sími  7731114  eftir hádegi.......!!!!!!!!! 


mbl.is Fyrndar kröfur ekki á vanskilaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef þú hefur skrifað undir lánssamning í banka hér á landi ertu búinn að veita samþykkið, það kemur fram í skilmálunum og fellur ekki niður fyrr en þú endurgreiðir lánið.

Auk þess er stór hluti skráninga hjá Creditinfo gerður án nokkurs samþykkis, þar sem um opinberar upplýsingar er að ræða og því heimilt að miðla þeim. Dæmi um slíkt eru fjárnám og nauðungarsölur, sem eru auglýstar opinberlega í lögbirtingarblaðinu.

Það væri fróðlegt að vita hvernig þú sérð fyrir þér að hnekkja slíkum skráningum, því varla hefur afturköllun samþykkis áhrif á skráningar sem þarfnast ekki samþykkis.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.2.2019 kl. 15:31

2 Smámynd: Guðleifur R Kristinsson

Guðmundur ef þú skoðar creditinfo.is þá sérðu þar hnapp til að afskrá sig  úr þjónustu þeirra. Það þýðir að þeir þurfa samþykki þitt til að sækja og birta þína fjármálastöðu eða fjármálasögu. 

Aftur á móti ef fjármálastofnun eða banki mundi komast að því að þú (ég) hefðum afskráð okkur af creditinfo.is þá gæti orðið erfiðara að fá lán.

Guðleifur R Kristinsson, 22.2.2019 kl. 16:28

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lastu ekki athugasemdina mína?

Ef þú hefur skrifað undir lánasamning þá hefurðu veitt samþykki fyrir skráningu vanskila í kerfi Creditinfo og það samþykki fellur ekki niður fyrr en lánið hefur verið endurgreitt.

Svo þarf ekkert samþykki til að skrá nauðungarsölur og fjárnám á vanskilaskrá því það eru opinberar upplýsingar.

Einnig ef þú sækir um lán í banka þarftu líka að skrifa undir samþykki fyrir því að bankinn leiti upplýsinga um skuldastöðu þína hjá öðrum fjármálafyrirtækjum. Ef þú samþykkir það ekki þá samþykkir bankinn líklega ekki lánsumsóknina.

Útskýrðu endilega fyrir mér hvar á creditinfo.is ég get fundið þennan hnapp sem þú ert að tala um. Þú mátt endilega láta fylgja með tengil á hann eða síðuna sem hann er á.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.2.2019 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband