enn ein björgunin á útivistarfólki

það eru margar leitirnar sem settar eru í gang ár hvert. leit að fólki allt frá brjálæðingum sem reyna einir, án allrar aðstoðar að þvera landið, eða vel skipulagðir hópar, með öll nýjustu samskiptartæki.

hver er neyðin hjá þessum gönguhóp, vel búið og vant fólk.
þau ættu bara að bíða af sér veðrið, þ,e, af því að það er vitað um þau og ekkert bjátar á.
mér finnst tíma og peningum vera sóað ,,, í þessu tilfelli að minsta kosti.

er ekki hægt að fara fram á að þeir sem ferðast um hálendi Íslands séu með einhverskonar tryggingu, björgunartryggingu sem hægt væri að nota til rekstrar björgunarsveitana. ég er ekki að segja að það eigi að fara að borga björgunarsveitarmönnum og konum kaup, nei heldur rekstur véla og tækja.
björgunarsveitirnar hafa misst mikið af sínum tekjustofni eftir að allir geta farið að selja flugelda.

þessi trygging þyrfti ekki að vera dýr, því margir eru að ferðast um fjöllin okkar og ekki þarf að bjarga öllum.


mbl.is Leit á Lónsöræfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf sami söngurinn sem sprettur upp þegar björgunarsveitir hreyfa sig. Þær hafa engan áhuga á greiðslum fyrir störf sín. Þær vilja ekki einu sinni segja hvað venjulegt útkall kostar.

Taktu því bara rólega. Landsbjörg lætur spilafíkla borga brúsann - og síðan náttúrlega flugeldakaupendur þannig að þetta er allt í fína.

Þú vissir alveg að Landsbjörg fjármagnar mestalla sína starfsemi á rekstri spilakassa er það ekki annars?

Stefán (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 23:41

2 identicon

Ps. það er hinsvegar hárrétt hjá þér að þessi vel búni hópur hefði alveg getað beðið af sér veðrið og haldið sínu striki síðar. Engin sjáanleg neyð í gangi. Einnig finnst mér ótrúlegt að hópurinn skildi villast með sjálfan skálavörðinn sér við hlið á þessari örstuttu leið milli Illakambs og "Kollumúlaskála" sem er sennilega Múlaskáli í Nesi. Einhver nafnaruglingur þarna í fréttinni.

Stefán (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband